Saturday, March 28, 2009

Heima er best

Þrátt fyrir að Eros hafi hæft nokkur ungmeyjarhjörtu í ferð okkar til Kibæk þá voru nemendur spenntir að koma heim, flestir vildu þó vera lengur enda hafa dönsku fjölskyldurnar dekrað við þá. Við lögðum af stað frá Kibæk við sólarupprás og tókum lest frá Herning til Vejle, þar hoppuðum við úr einni lest yfir í aðra sem ferjaði okkur til Kastrup. Flugið gekk vel og lentum við um hálf þrjú í Keflavík þar sem foreldrar fögnuðu komu sinna unga.
Við stöllur þökkum nemendum fyrir frábæra ferð. Ekki vantaði æskuglettnina og skemmtilegheitin í þeim en einnig var hegðun þeirra til fyrirmyndar.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit um ferðina í máli og myndum...

Mánudagur 23. mars
Langur ferðadagur sem hófst fyrir framan skólann klukkan 4:30
og endaði í Kibæk eftir bílferð, flug, lestarferð og aðra bílferð um kl. 17:00.

Þriðjudagur 24. mars
Dagsferð til Árósar sem endaði á handboltlaleik í Silkeborg.

Nemendur fóru upp á Himelbjerget þar sem þessi turn trónir yfir nærliggjandi sveitir.

Á meðan við snæddum samlokur kíktum við á sumarhús drottningar...

Nei...enginn heima!

Næst var safnið "Den gamle by" skoðað...

Drengirnir versluðu sér þessa fínu hatta í frítímanum...

Klapplið Skern-liðsins komið í réttan lit og tilbúið til að hvetja goðin áfram.

Skern hafði gott tak á Silkeborg-liðinu allan leikinn...

Eftir leikinn gafst okkur tækifæri til að spjalla við leikmenn og fá myndir/eiginhandaráritanir

Skv. heimildum var þessi drengur "heitastur" í liði Silkeborgar...

OK....það voru ekki bara nemendur sem eltu uppi sveitta handboltadrengi í lok leiks...

Fjórir halda um nefið...einn hlær - þarfnast ekki frekari útskýringar :)

"High-five" fyrir góðum degi...


Miðvikudagur 25. mars

Við hjóluðum frá skólanum að nýtískulegu fjósi og fengum kynningu á framleiðslu þess.


Fimmtudagur 26. mars

Dagsferð til vesturstrandarinnar og Esbjerg.

Sædýra- og sjómannasafn í Esbjerg.
Þegar búið var að horfa á fiska og seli synda gátum við sjálf skellt okkur til sunds í þessari glæsilegu sundlaug. Á efri myndinni sést m.a. öldusundlaugin og á þeirri neðri rennibrautin.

Nemendur létu sig hafa það að hoppa niður af fimm metra háum palli!

Og hvað er yndislegra en að fá sér stóóóóran ís eftir sundsprettinn?


Föstudagur 27. mars

Fyrir hádegi unnu nemendur verkefni í skólanum. Eftir hádegi fórum við í BaboonCity
og þar var m.a. hægt að leika sér á trampolíni...

...spila borðtennis...

...klifra upp klifurvegg...

...berjast með ofvöxnum boxhönskum...

...glíma í sumo-göllum...

...spila fótbolta og handbolta...

...halda sér sem fastast á nauti...

...berjast á slá með púðum...

...taka sporið...

...æfa sig fyrir bílprófið...

...hjóla á trúðahjóli...syngja í kariokí...spila töluleiki...keppa í þykhokký...leggjast í nuddstóla...og margt, margt, margt fleira.


Laugardagur 28. mars

Heimferðardagur sem hófst klukkan hálf sjö og endaði í Leifstöð klukkan 14:35.


Takk fyrir vikuna ;)

Bestu kveðjur, Ása Marin og Sigga Lísa.